Smit í öllum landshlutum

Þar til í gær höfðu virk smit verið í öllum …
Þar til í gær höfðu virk smit verið í öllum landshlutum nema á Austurlandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Einn er í einangrun með kórónuveirusmit á Austurlandi og eru virk smit í öllum landshlutum.

Þetta kemur fram á covid.is, en þar til í gær höfðu virk smit verið í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Þar er eins og áður segir einn í einangrun, en níu eru í sóttkví.

Flest virk smit eru á höfuðborgarsvæðinu, eða 67, og þar eru auk þess flestir í sóttkví, eða 582. 

Næstflest eru virk smit á Vesturlandi, níu talsins, en næstflestir eru í sóttkví á Norðurlandi eystra. Þar er aðeins eitt virkt smit en 48 í sóttkví.

Fjögur virk smit eru á Suðurnesjum, en á Suðurlandi, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum er aðeins eitt virkt smit í hverjum landshluta. Fjögur smit eru óstaðsett og tvö í útlöndum.

Kort/covid.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert