Handfrjáls afgreiðsla bílaleigna

Vönduð þrif eru í forgangi hjá bílaleigum hér á landi. …
Vönduð þrif eru í forgangi hjá bílaleigum hér á landi. Allt er gert til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu heimsfaraldurs kórónuveiru. mbl.is/Árni Sæberg

Til að draga úr líkum á smiti meðal viðskiptavina Hertz hafa þrif á bifreiðum fyrirtækisins verið aukin. Auk hefðbundinna þrifa eru stýri og gírstöng nú sérstaklega hreinsuð. Að sögn Sigfúsar B. Sigfússonar, forstjóra Hertz, er þetta gert til að sporna við hugsanlegri útbreiðslu veirunnar hér á landi.

Er hreinlæti af þeim sökum í forgrunni. „Við höfum strokið sérstaklega af stýrum og gírskiptingum. Það er helsta breytingin. Við ákváðum að grípa til þessara ráðstafana enda er meira gætt að öllu hreinlæti núna. Svo eru bílarnir auðvitað þrifnir venjulega,“ segir Sigfús.

Auk vandaðra þrifa tryggir Hertz að engin snerting eigi sér stað við afhendingu bifreiða. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigfús að umrædd lausn beri heitið „handfrjáls afhending“. Þannig geta viðskiptavinir gengið frá öllum helstu atriðum símleiðis eða með tölvu.

„Þetta er kerfi sem hefur verið í gangi hjá okkur í tæp tvö ár, sem var mjög heppilegt þegar þetta byrjaði. Við erum með allt á netinu; þú kvittar undir og sendir til okkar rafrænt. Síðan höfum við sett upp lyklabox á mörgum stöðum þannig að þetta eru pappírslaus viðskipti. Það þarf enginn að snerta eitt eða neitt,“ segir Sigfús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »