25 stiga hiti á Egilsstöðum

Egilsstaðir.
Egilsstaðir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

25 stiga hiti mældist á Egilsstaðaflugvelli nú síðdegis. Um er að ræða mesta hita sem mælst hefur á landinu í sumar.

Næstmesti hiti sem mælst hafði var einnig á Egilsstöðum 12. júlí, en þá mældist hiti 24,8  stig.

Hlýtt var á austanverðu landinu í dag, en á Skjaldþingsstöðum mældist 24,6 stiga hitiog á Miðfjarðarnesi mældist 24,5 stiga hiti.

mbl.is

Bloggað um fréttina