Moggfóðraði gestabaðið

Pétur Blöndal ritstýrði baðherberginu.
Pétur Blöndal ritstýrði baðherberginu.

Gallerí SunnudagsMoggi hefur verið opnað á gestabaðinu heima hjá Pétri Blöndal, framkvæmdastjóra Samáls. 

„Við stóðum í flutningum og þar sem ég er fjórði ættliður bókavarða og með ákveðna tilhneigingu til að safna og flokka; hvort sem það eru bækur, frímerki, blöð eða annað, þá stóð ég frammi fyrir því að taka með býsna marga kassa og krafan um að grisja var skýr,“ segir Pétur.

Hann kveðst hafa verið svo heppinn að hafa haft umsjón með SunnudagsMogganum sáluga allan lífaldur þess blaðs frá 2009 til 2012 og átti eintak af hverju einasta tölublaði.

„Eftir að hafa velt vöngum yfir því hvað ég ætti að gera við þessi blöð var niðurstaðan sú að veggfóðra gestabaðið á nýja heimilinu, veggina, loftið og hurðina, og mér til mikillar undrunar féllst Anna Sigga [eiginkona Péturs] á þau áform.Það tók sig því upp gamall ritstjóri og ég ritstýrði baðherberginu.“

Það var mikill höfuðverkur að velja efnið.
Það var mikill höfuðverkur að velja efnið.

Að sögn Péturs var það ekki lítil vinna; að paufast gegnum blöðin og velja efni sem tæki sig vel út á baðinu en það hafðist á endanum. Aldrei er þó að vita nema hann eigi eftir að skipta um efni er fram líða stundir enda af nógu að taka.

„Þarna er margvíslegt efni eftir blaðamenn og ljósmyndara Morgunblaðsins, meðal annars fastir þættir sem halda gildi sínu enn þá. Nefni ég í því sambandi þættina Sagan bak við myndina eftir RAX og Stígið í vænginn eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur.“

Spurður hvort „sýningin“ standi almenningi opin skellir Pétur upp úr og svarar: „Hafi fólk áhuga er því alveg frjálst að hringja bjöllunni.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »