Sjóðandi vatn flæddi upp úr jörðinni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Ásahverfi í Garðabæ í kvöld vegna heitavatnsleka.

Sjóðandi vatn flæddi upp úr jörðinni frá veitukerfinu og út á götu. Tengdist óhappið heitavatnslekanum sem varð í Hafnarfirði og nágrenni.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu mættu starfsmenn frá Veitum á svæðið og tóku við verkefninu. Þeir skrúfuðu fyrir og fóru í viðgerðir en slökkviliðið hafði passað upp á að fólk færi sér ekki á voða nálægt vatninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert