Kjötið á Íslandi það næstdýrasta

Kjötið á Íslandi það næstdýrasta.
Kjötið á Íslandi það næstdýrasta. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Verð á kjötvörum til neytenda er mun hærra hér á landi en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í nýju yfirliti sem Eurostat, hagstofa Evrópu, hefur birt á vef sínum.

„Ef þið ætlið að setja kjöt á grillið núna þessar síðustu vikur sumarsins, kynnuð þið að hafa áhuga á að vita hvað það kostar í heimalandi ykkar á samanburði við önnur aðildarlönd Evrópusambandsins,“ segir í texta með grafi sem fylgir frétt Eurostat.

Vísitala meðaltalsverðs er 100 í samanburðinum sem nær til ársins 2019. Fram kemur að verðið innan ESB er hæst í Austurríki þar sem vísitalan er 145 og í Lúxemborg þar sem vísitalan er 141. Í Frakklandi er hún 131, Hollandi 127, Belgíu 125 og Finnlandi 124. Lægst er kjötverðið í ESB-löndunum í austurhluta Evrópu. Í Póllandi og Rúmeníu er vísitalan 63, í Búlgaríu er hún 66 og 71 í Litháen.

En séu Sviss og lönd evrópska efnahagssvæðisins, Ísland og Noregur, tekin með, breytist röðin. Vísitalan fyrir kjötverð í Sviss er hæst, 235. Ísland kemur þar á eftir með vísitöluna 156 og Noregur 149, að því er fram kemur í umfjöllun um kjötverðið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert