Hægir á verðhækkunum á matvöru

Hægir á verðhækkunum á matvöru.
Hægir á verðhækkunum á matvöru. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðbólga í matvöruverslunum fer lækkandi það sem af er ári samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Á milli mánaða hefur verðlag matvöruverslana hækkað um 0,12 prósent sem jafngildir 1,4 prósent hækkun á ársgrundvelli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. Verðlag í verslunum Iceland, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Fjarðarkaupum stóð í stað eða lækkaði á milli mánaða. Þá hækkaði verðlag í Heimkaupum mest á milli mánaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert