Opna vonandi í vor

Það styttist í að gestir geti baðað sig í Sky …
Það styttist í að gestir geti baðað sig í Sky Lagoon á Kársnesi.

Vonir standa til þess að Sky Lagoon, baðlón vestast á Kársnesi, verði opnað næsta vor en framkvæmdir hafa gengið hraðar en gert var ráð fyrir. Starfsmenn baðlónsins verða á annað hundrað.

„Framkvæmdir ganga mjög vel og í raun má segja að sökum kórónuveirunnar gangi þær hraðar en við áætluðum. Núna erum við í kappi við tímann að reyna að klára sem mest af útivinnunni,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.

„Næsta vor er teygjanlegt hugtak og við sjáum til hvort við opnum snemma eða seint á því tímabili. Það verður að taka mið af umhverfinu. Við erum hins vegar hvergi bangin og erum með fótinn á bensíngjöfinni en þó þannig að við séum skynsöm,“ segir Dagný í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hún hefur talsverða reynslu af rekstri baðlóna en hún var framkvæmdastjóri Bláa lónsins í um tíu ár. Að hennar sögn er gríðarlega mikilvægt að horfa til lengri tíma þegar ráðist er í fjárfrekar framkvæmdir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka