„Þetta er ekki fyrsta brottvísunin“

„Þetta er ekki fyrsta brottvísunin þetta mál,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, þegar hún er spurð út í það hvort ríkisstjórnin muni beita sér í málefnum Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi. Verkefni stjórnmálamanna sé að byggja upp mannúðlegt kerfi frekar en að grípa inn í einstök mál.

mbl.is ræddi við forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í morgun en þar höfðu mótmælendur safnast saman til að þrýsta á ríkisstjórnina og afhenda undirskriftir ríflega tólf þúsund einstaklinga sem skora á stjórnvöld að grípa inn í mál fjölskyldunnar.

Í myndskeiðinu er einnig rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, um málið en hann segist treysta vinnubrögðum dómsmálaráðuneytisins og Útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar. 

mbl.is