Sex grunaðir um akstur undir áhrifum í nótt

Frá breikkun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð.
Frá breikkun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð. Árni Sæberg

Fimm eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og einn undir áhrifum áfengis. Sá þeirra sem hraðast ók var á 116 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem 80 km/klst. er hámarkshraði. 

Sá var stöðvaður rétt fyrir klukkan átta en einungis tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án gildra ökuréttinda. Sá var á 113 kílómetra hraða. Þriðja bifreiðin á Reykjanesbraut var stöðvuð rétt eftir miðnætti en sá ökumaður er grunaður um ölvun við akstur en hann var ekki með ökuskírteini meðferðis.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Fjórir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna miðsvæðis í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt. 

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi voru afskipti höfð af konu á heimili hennar í Breiðholti þar sem mikla fíkniefnalykt lagði frá íbúðinni.  Konan viðurkenndi að hafa verið að nota fíkniefni og framvísaði ætluðum fíkniefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert