Vann 290 milljónir króna í Eurojackpot

Nokkrir Þjóðverjar voru stálheppnir í kvöld.
Nokkrir Þjóðverjar voru stálheppnir í kvöld. Mynd/mbl.is

Engin var með fyrsta vinning í Eurojackpot útdrætti kvöldsins en einn heppinn miðahafi vann rúmar 287 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Þýskalandi.

Þá skiptu sjö miðahafar með sér þriðja vinning og fá þeir 14,5 milljónir króna. Sex miðar voru keyptir í Þýskalandi og einn í Eistlandi.

Enginn var með fyrsta vinning í Jóker kvöldsins en þrír miðahafar voru með fjórar tölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur. Tveir miðar voru í áskrift og einn var keyptur á lotto.is.

Úrslit kvöldsins.

mbl.is