Íbúi búsetukjarna með COVID-19

Smit hefur greinst hjá íbúa íbúðakjarna á vegum Reykjavíkurborgar.
Smit hefur greinst hjá íbúa íbúðakjarna á vegum Reykjavíkurborgar. mbl.is/Hallur Már

Einn íbúi búsetukjarna á vegum Reykjavíkurborgar hefur greinst með COVID-19. Að minnsta kosti tíu starfsmenn eru smitaðir, 40 eru í sóttkví og á annað hundrað hafa verið skimaðir.

„Við fengum þær niðurstöður áðan að það er komið eitt smit hjá íbúa í einum af okkar búsetukjörnum,“ staðfesti Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, við Vísi.

Velferðarsviðið er með viðbragðsáætlanir og vinnur eftir þeim. Hún sagði í kvöldfréttum RÚV að fjöldi ungs fólks starfaði í íbúðakjörnunum og fjöldi smita væri eftir þeirri þróun sem hefur verið, að ungt fólk væri að greinast í auknum mæli.

Þá sagði hún að stöðugt væri verið að senda fólk í skimun og starfsmenn velferðarsviðs hefðu ákveðinn forgang hjá heilsugæslunni og hefðu gert samning við Íslenska erfðagreiningu um hraða afgreiðslu við úrvinnslu sýna.

Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert