Listaverki stolið af sambýli

Málverkið Wonderwoman var málað til minningar um Kristínu Óskarsdóttur.
Málverkið Wonderwoman var málað til minningar um Kristínu Óskarsdóttur. Ljósmynd/Facebook

Listaverki eftir listamanninn Hjalta Pareleus var stolið af sambýli í Mosfellsbæ á föstudag. Verkið var málað til minningar um Kristínu Óskarsdóttur sem lést á síðasta ári, en faðir Kristínar segir málverkið hafa mikið tilfinningarlegt gildi. 

Fréttablaðið greinir frá því að málverkið hafi hangið í anddyri sambýlisins í Þverholti í Mosfellsbæ. Verkið var málað til minningar um dóttur Óskars Gíslasonar, sem búsett var á sambýlinu. 

Verkið heitir Wonderwoman, Ofurkonan, og er minningarskjöldur með nafni Kristínar fyrir neðan verkið. 

Óskar biðlar til þeirra sem kunna að hafa orðið varir við málverkið að hafa samband við lögreglu eða sambýlið. 

Þessu málverki var stolið a fimmtudaginn úr sambýlinu i Þverholti. Málverk þetta var málað til minngar um dóttir mína...

Posted by Oskar Gislason on Laugardagur, 26. september 2020mbl.is