Áætlað að Hafnarstræti verði einnig göngugata

Við Hafnarstæti.
Við Hafnarstæti. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Göngugötusvæði í Kvosinni mun stækka umtalsvert auk þess sem vistgötum mun fjölga, gangi áætlanir eftir. Umhverfis- og skipulagssvið lagði fram tillögu þess efnis í síðustu viku.

Á vef borgarinnar má sjá tillögurnar og á meðfylgjandi korti má sjá áætlaðar breytingar miðað við núverandi umferð.

Í fyrstu verða götur á borð við Tryggvagötu, Hafnarstræti og Pósthússtræti gerðar að vistgötum, svo dæmi séu nefnd. Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara ökutækja, eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta, hefur forgang umfram umferð bíla og er hraði takmarkaður við gönguhraða og gangandi vegfarendur. Í núgildandi lögum er hámarkshraði á vistgötum 10 km/klst. Í tillögunum er einnig kynnt framtíðarsýn sem gengur út á að hluta vistgatna verði síðar breytt í göngugötur. Gangi það eftir verður allt svæðið umhverfis Austurvöll gert að göngugötu auk Hafnarstrætis, svo tekin séu dæmi. Sumar götur verði þó áfram vistgötur. Má þar m.a. nefna hluta Suðurgötu við Ingólfsstræti og Tryggvagötu, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert