Farþegum fækkar um 187 þúsund

Magellan, annað tveggja farþegaskipa sem komu í sumar. Það kom …
Magellan, annað tveggja farþegaskipa sem komu í sumar. Það kom til Reykjavíkur í mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls voru sjö komur farþegaskipa til Faxaflóahafna í sumar með 1.346 farþega. Þetta er gríðarlegur samdráttur frá árinu 2019. Það ár voru 190 komur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 188.630 farþega.

Samdrátturinn milli ára er um 99%, eða sem nemur 187.284 farþegum. Covid-19-heimsfaraldurinn hefur leikið útgerðir skemmtiferðaskipa grátt og sömuleiðis þau fyrirtæki sem hafa þjónustað skipin. Margar hafnir á Íslandi hafa orðið fyrir miklum tekjusamdrætti frá fyrra ári, að því er fram kemur í umfjöllun um færri skipakomur til landsins í ár.

Samkvæmt upplýsingum Ernu Kristjánsdóttur, markaðsstjóra Faxaflóahafna, voru tekjur fyrirtækisins 2019 af farþegaskipum/skemmtiferðaskipum nálægt 597 milljónum króna, sem var um 14% af heildartekjum fyrirtækisins það árið. Hins vegar voru tekjur Faxaflóahafna í ár fyrir farþegaskip í kringum 11,2 milljónir. Samdráttur í tekjum milli áranna er gríðarlegur, eða um 586 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »