Lögregla rannsakar eldsupptök í Árnessýslu

Bíllinn fannst brunninn og illa útleikinn í Árnessýslu.
Bíllinn fannst brunninn og illa útleikinn í Árnessýslu. mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á Suðurlandi ásamt tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst illa útleikinn eftir bruna í Árnessýslu eftir hádegið í dag.

Frá þessu greinir lögreglan í tilkynningu. Sérstaklega sé hugað að því hvort einhver hafi verið í bílnum þegar eldur kom upp.

Einungis glæður hafi verið í bílnum þegar að var komið og hann mikið brunninn. Frekari upplýsinga sé ekki að vænta að sinni frá lögreglu um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert