Eldur í Steinullarverksmiðjunni

Eldur kom upp í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki í gærkvöldi.
Eldur kom upp í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki í gærkvöldi. Af Facebook-síðu Brunavarna Skagafjarðar

Eldur kviknaði í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki í gærkvöldi og var slökkviliðið boðað út rétt fyrir klukkan 23.00. 

Um var að ræða eld í útblástursröri sem liggur frá verksmiðjunni. Eldurinn náði að læsa sig í lauslegt dót sem var fyrir neðan rörið.

Útbreiðsluhætta var lítil og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Eignartjón er minniháttar að því er segir á Facebook-síðu Brunavarna Skagafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert