Spá norðurljósavirkni í kvöld

Reynslan af norðurljósaspám Veðurstofunnar er góð og bæði íslensk ferðaþjónustufyrirtæki …
Reynslan af norðurljósaspám Veðurstofunnar er góð og bæði íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og erlendir ferðamenn notfæra sér þær til að skipuleggja skoðunarferðir. mbl.is/Sigurður Ægisson

Spáð er nokkurri norðurljósavirkni yfir Íslandi í kvöld. Enn um sinn er skýjað yfir mestöllu landinu en ef rofar til ætti að glitta í norðurljósadans. 

Það var mikil norðurljósavirkni í gær yfir Reykjavík. Leita þurfti á staði þar sem öðru ljósi var ekki fyrir að fara til þess að berja dýrðina augum en þar var hún sannarlega til staðar.

„Ég held að það verði einhver norðurljós í kvöld, það þarf bara að finna stað þar sem maður sér í gegnum skýjaþykknina,“ segir veðurfræðingur. Hann segir þó að ekki skuli binda of miklar vonir við að mikið verði sjáanlegt í kvöld en finnist glufa á hulunni séu góðar líkur á því.

Ef lesendur mbl.is verða varir við norðurljósin í bíltúrum sínum um landið í kvöld eru þeir hvattir til að senda inn myndir annaðhvort á netfrett@mbl.is eða á Facebook-síðu mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka