Vill endurskipuleggja RÚV

Brynjar Níelsson í ræðustóli á Alþingi.
Brynjar Níelsson í ræðustóli á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, telur alvarlegar aðfinnslur í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um Ríkisútvarpið gefa tilefni til allsherjarendurskoðunar á RÚV og hlutverki þess. Þingið geti ekki leitt hjá sér endurteknar athugasemdir eftirlitsstofnana og skattyfirvalda, það sé skylda þess að skakka leikinn.

„Þessi málefni Ríkisútvarpsins kalla á viðbrögð í þinginu, þykir mér. Þau verða örugglega rædd á þingflokksfundi hjá okkur á morgun [miðvikudag] til þess að ákveða hvort menn ætli að gera eitthvað í þessu. Ég mun leggja það til,“ segir Brynjar við Morgunblaðið. „Hinn kosturinn er sá að láta það allt óátalið og gera ekki neitt, en þá værum við ekki að gegna skyldu okkar.

Ríkisútvarpið hefur beðið með að laga það, sem það átti að vera búið að laga, og er í þokkabót með algera sniðgöngu í þessum verktakabransa sínum. Við hljótum að taka það upp. Eða ætla menn bara að láta það líðast af því enginn þorir að segja neitt við Rúv. af ótta við að vera sakaður um árásir og hatur?“

Í samtali um þetta mál í Morugunblaðinu í dag segir Brynjar fulla ástæðu til að ríkisendurskoðandi líti á þessi mál, en það þurfi líka að gera í þinginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert