Segja hagræðingu koma til greina

TF-GRÓ er og hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni.
TF-GRÓ er og hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður um nýjan kjarasamning flugvirkja Landhelgisgæslunnar verði að byggja á aðalkjarasamningi félagsins.

Þá kemur ekki til greina að gera nýjan samning, sem ekki fylgir aðalkjarasamningi.

„Við erum bara með einn aðalkjarasamning fyrir flugvirkja á Íslandi. Þeir vilja hætta að fylgja honum og semja algjörlega nýjan samning hjá Gæslunni. Það getur aldrei komið til greina,“ segir Guðmundur, sem kveðst að öðru leyti vera tilbúinn að ræða hagræðingu. „Það hefur staðið þeim til boða að ræða allar hagræðingar.“

Þrátt fyrir verkfall flugvirkja er ein þyrla Gæslunnar enn útkallshæf. Þó er ljóst að líkur á bilun aukast eftir því sem verkfallið dregst á langinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert