Kjóastaðasystkinin ná 1.100 ára aldri

Kjóastaðasystkinin eru 1.100 ára gömul samtals í dag.
Kjóastaðasystkinin eru 1.100 ára gömul samtals í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var oft fjör. Ég lék meira við systkinabörnin en systkinin. Börnin þeirra eru á sama aldri og ég og voru meira hjá mömmu og pabba,“ segir Sigþrúður Jónasdóttir sem er yngst sextán barna Jónasar Ólafssonar og Sigríðar Gústafsdóttur frá Kjóastöðum í Biskupstungum.

Í dag fagnar Þórey Jónasdóttir 74 ára afmæli og ná systkinin samtals árafjöldanum 1.100, en í september 2014 urðu þau samanlagt þúsund ára gömul. Yngst er Sigþrúður, 54 ára og elst er Sigríður, sem fæddist árið 1941 og er orðin 79 ára.

„Eins og mamma segir þá voru aðrir tímar og aðrar kröfur þá, þess vegna gekk þetta. Ég á tvær stelpur,“ segir Sigþrúður í umfjöllun um áfanga þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert