Pavel ekki í hungurverkfalli

Pavel Ermolinskij grínaðist með að vera í hungurverkfalli á Twitter …
Pavel Ermolinskij grínaðist með að vera í hungurverkfalli á Twitter í kvöld. Hið rétta er að Pavel er að taka fimm daga föstu. mbl.is/Árni Sæberg

Pavel Ermol­inskij, landsliðsmaður og körfuknatt­leiksmaður í Val, er ekki í hungurverkfalli eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag.

Pavel tísti um að vera í hungurverkfalli í mótmælaskyni við að fá ekki að æfa körfubola. Í samtali við mbl.is segir hann tístið hafa verið létt grín en hann sé vissulega að fasta í fimm daga. 

„Ég elska að spila körfubolta en ekki svo mikið að ég fari í hungurverkfall. Ég er alls ekki að fara að skipta mér af aðgerðum sóttvarnayfirvalda,“ sagði Pavel í samtali við mbl.is.

mbl.is