Þórunn í lyfjameðferð vegna krabbameins

Þórunn Egilsdóttir.
Þórunn Egilsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokks, hóf lyfjameðferð vegna krabbameins í gær. Þetta kemur fram í pistli á facebooksíðu hennar, en þar greinir hún frá því að krabbameinið sé nú komið í lifur hennar sem sé illa farin.

Hún var lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri 22. desember. Í pistlinum segist hún munu mæta verkefninu keik. „Keik vil ég mæta þessu verkefni eins og öðrum. Læknunum treysti ég til að lækna mig og mitt er að sjá um að hafa hausinn rétt skrúfaðan og horfa fram á við.“

Þórunn hefur áður greinst með brjóstakrabbamein og fór í veikindaleyfi vegna þess. Hún sneri aftur í maí og sat sinn fyrsta þingfund eftir þrettán mánaða veikindaleyfi. Hún segist í pistlinum ekki hafa átt von á því að „boðflennan“ myndi skora hana aftur á hólm.

Skjáskot af pistlinum.
Skjáskot af pistlinum. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert