Guðmundur nýr forstöðumaður CERT-IS

Guðmundur Arnar Sigmundsson.
Guðmundur Arnar Sigmundsson. Ljósmynd/Póst- og fjarskiptastofnun.

Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Guðmundur er með M.Sc próf í fjarskiptaverkfræði, með sérhæfingu í net- og upplýsingaöryggi, frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. 

Guðmundur mun nú leiða CERT-IS sem hefur það hlutverk að hlutverk að greina netógnir, viðhafa ástandsvitund, upplýsa um   netógnir og samræma viðbrögð við netatvikum í netumdæmi Íslands, eins og það er orðað í tilkynningu frá PFS. 

Guðmundur hefur starfað á fjarskiptamarkaði í ein þrettán ár og starfaði hann fyrir Burðarnet og Farsímakjarna Vodafone til ársins 2013 og síðan sem deildarstjóri Netlausna Nýherja til 2017.

Þá starfaði hann á árunum 2017-2019 sem svæðisstjóri fyrir  net- og  öryggisdeild 5G þróunarumhverfa fyrir Ericsson í Gautaborg ásamt því að sitja í global arkitektaráði netöryggismála fyrir sömu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert