Malbikssögun á blíðviðrisdegi í miðbænum

Malbikssögun við Austurvöll.
Malbikssögun við Austurvöll. mbl.is/Árni Sæberg

Hlýtt hefur verið í veðri á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og það hafa verktakar nýtt sér vel.

Fyrir framan hið sögufræga Landssímahús við Austurvöll var unnið að malbikssögun í vikunni en þar eru framkvæmdir við gerð hótelsins Curio by Hilton í fullum gangi.

Til stendur að opna hótelið næsta sumar en framkvæmdir hafa tafist nokkuð á liðnum misserum. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði Landssímahúsið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert