Slys í hlíðum Móskarðshnjúka

Móskarðshnjúkar. Mynd úr safni.
Móskarðshnjúkar. Mynd úr safni. mbl.is/Ófeigur

Tvær konur hafa verið fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalann í Fossvogi eftir að þær slösuðust í hlíðum Móskarðshnjúka í þriðja tímanum í dag. Þetta staðfesti Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, við mbl.is. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um líðan kvennanna.

Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á svæðinu. 

Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn komu á vettvang á sexhjólum, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var á æfingu á henni þegar lögregla óskaði eftir því að hún héldi á slysstað.

mbl.is