Slagsmál og heimilisófriður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um heimilisófrið í Breiðholti á fjórða tímanum í dag. Einn aðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um líkamsárás.

Tilkynnt var um slagsmál í Breiðholti á fimmta tímanum. Einn aðili var með minni háttar áverka. Málið í rannsókn, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Skemmdarverk í hverfi 105

Um þrjúleytið var tilkynnt um slys við skóla í Garðabæ. Þar féll aðili, sem er talinn fótbrotinn. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Tilkynnt var um skemmdarverk á sameign fjölbýlishúss í hverfi 105 í Reykjavík upp úr klukkan 14. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglan mætti þangað. Málið er í rannsókn.

Innbrot í miðbænum

Bifreið var stöðvuð í hverfi 108 laust fyrir klukkan fjögur. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og um að aka sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Tilkynnt var um innbrot í íbúð í miðbæ Reykjavíkur um hálffimmleytið í dag. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað var tekið.

mbl.is