Nói-Síríus varar við svikahröppum

Rjómasúkkulaði frá Nóa Síríusi.
Rjómasúkkulaði frá Nóa Síríusi.

Nói-Síríus varaði við svindlurum á facebooksíðu sinni fyrr í dag og sagði óprúttna aðila hafa sett upp síður á Facebook í nafni Nóa-Síríusar. Er fólk þá beðið að samþykkja ekki vinabeiðnir frá slíkum síðum.

„Tilgangurinn er sem fyrr að ná persónuupplýsingum með óheiðarlegum hætti með því að gabba fólk til að skrá inn persónuupplýsingar, jafnvel kortanúmer. Við minnum á að í gjafaleikjum á aldrei að gefa slíkar upplýsingar enda er aldrei beðið um þær nema um vafasaman tilgang sé að ræða. Verum því áfram á varðbergi fyrir svikahröppum,“ segir í tilkynningunni á facebooksíðu Nóa.

Auk þess bendir Nói-Síríus á að slíkar svindlsíður séu oft á bjagaðri íslensku og sé beðið um persónuupplýsingar eða kortanúmer skuli tilkynna síðurnar.

Kæru vinir, Aftur virðast óprúttnir aðilar hafa sett upp svindlsíður með nafni Nóa Síríus á Facebook og við ætlum að...

Posted by Nói Síríus on Þriðjudagur, 19. janúar 2021mbl.is