Megi hafa fíkniefni til eigin nota

Kannabisræktun. Verði frumvarpið að lögum verður varsla og meðferðvímuefna í …
Kannabisræktun. Verði frumvarpið að lögum verður varsla og meðferðvímuefna í takmörkuðu magni til eigin nota gert refsilaust. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Heilbrigðisráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda áform um að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp sem heimili einstaklingum að hafa í sinni vörslu takmarkað magn ávana- og fíkniefna.

Þannig verði bæði varsla og meðferð efna, sem teljast vera til eigin nota í takmörkuðu magni, gert refsilaust, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ráðuneytið vísar til þess, að á síðasta löggjafarþingi voru samþykkt lög um neyslurými en með gildistöku þeirra var veitt undanþága frá því ákvæði laga um ávana- og fíkniefni að varsla og meðferð ávana- og fíkniefna sé óheimil á íslensku forráðasvæði. Með undanþágunni hafi verið lögfest heimild einstaklinga til að hafa í vörslum sínum ávana- og fíkniefni sem neyta má í æð í neyslurými. Tilvonandi frumvarpi sé m.a. ætlað að styðja við þessa löggjöf enda talið að hún nái ekki markmiði sínu án afglæpavæðingar neysluskammta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert