Vann 2,1 milljarð í Eurojackpot

Heppinn miðaeigandi vann 2,1 milljarð króna.
Heppinn miðaeigandi vann 2,1 milljarð króna.

Heppinn Svíi datt í lukkupottinn og var með allar tölur réttar þegar dregið var út í Eurojackpot í kvöld. Vann hann því stærsta vinninginn sem nam að þessu sinni 2,1 milljörðum króna. Enginn hlaut annan vinninginn, sem var að jafnvirði 309,4 milljóna króna.

Sex skiptu með sér þriðja vinningnum og hlutu 18,2 milljónir hver en þeir vinningsmiðar voru seldir fjórum í Þýskalandi, einum í Finnlandi og einum í Danmörku.

Enginn hér á landi var með allar Jókertölur réttar en þrír voru þó með fjórar réttar í réttri röð og hlutu 100.000 krónur í vinning hver.

mbl.is