Minnast Heimaeyjargossins

Gos hófst í Heimaey 23. janúar 1973.
Gos hófst í Heimaey 23. janúar 1973. mbl.is/Árni Sæberg

Fjörutíu og átta ár eru í dag liðin frá því Heimaeyjargosið hófst. Af því tilefni býður goslokanefnd til minningarstundar frá Landakirkju sem hefst nú klukkan 20. 

Þar mun Íris Róbertsdóttir næjarstjóri flytja ávarp og séra Viðar Syefánsson hugvekju. Þá mun listafólk úr Eyjum flytja nokkur lög. 

Undirbúningur hefur verið í höndum Birgis Nielsen (trommur), Gísla Stefáns (gítar) og Bjarna Ólafs sem kynnir en aðrir listamenn eru Þórir Ólafs (hljómborð), Kristinn (Diddi) Jónsson (bassi) og söngvarar þau Sara Renee, Jarl Sigurgeirs, Þórarinn Ólason og Unnar Gísli Sigurmundsson.

Athöfninni er streymt og má fylgjast með hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert