Vill sérstaka skrá fyrir sérviskunöfn

Sigurður Konráðsson. Nýju lögin fela það í sér að mannanafnanefnd …
Sigurður Konráðsson. Nýju lögin fela það í sér að mannanafnanefnd verður lögð niður. mbl.is/Árni Sæberg

Í síðustu viku samþykkti mannanafnanefnd aðra útgáfu af nafni en það sem lagt hafði verið fyrir nefndina. Þannig var eiginnafninu Alaia hafnað, en þess í stað var ákveðið að úrskurða nafnmyndina Alaía í mannanafnaskrá.

Að sögn Sigurðar Konráðssonar, prófessors og nefndarmanns í mannanafnanend, heyrir það til undantekninga að nefndin leggi til aðra framsetningu á nafni sem ekki hlýtur brautargengi.

„Það er mjög óalgengt en ef það er eitthvað alveg náskylt sem samræmist lögum þá kannski bendum við á það. Það gerist ekki oft enda er það í sjálfu sér óþarfi að gera það. Hins vegar getur það verið ákveðið vinnuhagræði í þeim skilning að þá þarf viðkomandi ekki endilega að byrja aftur frá byrjun,“ segir Sigurður.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp á Alþingi sem snýr að auknu frelsi við nafnaval. Hluti af umræddu frelsi er að afnema hámark á fjölda nafna auk þess að leggja niður mannanafnanefnd. Sjálfur segist Sigurður ekki hrifinn af ráðstöfuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert