Blátindi VE 121 verði ekki fargað

Blátindur.
Blátindur.

Stjórn Sambands íslenskra sjóminjasafna hvetur framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja til að endurskoða ákvörðun sína um förgun á Blátindi VE 21 og huga að sögulegu mikilvægi skipsins og varðveislugildi.

Þar með er tekið undir með Hollvinafélögum Húna II á Akureyri og Magna í Reykjavík.

Í ályktun SÍS segir að ein hugmynd sem varpað hafi verið fram sé að setja Blátind í gömlu slökkvistöðina í Vestmannaeyjum. Þar yrði sett upp sýning um Blátind og sögu hans ásamt sögu skipasmíða og útgerðar í Vestmannaeyjum eftir 1945. Viðgerð á bátnum gæti verið mikilvægur hluti af sýningunni og mætti fara fram eftir því sem fjármunir leyfa, jafnvel í allmörg ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert