Skilar sér ekki í verði

Ójafnvægi á markaði fyrir svínakjöt varð til þess að verð til bænda lækkaði síðastliðið haust um tæp 11%. Formaður svínabænda segir að verðið út úr búð hafi þrátt fyrir það hækkað í takt við almennar verðlagsbreytingar.

Verð á innfluttu svínakjöti hafi heldur ekki lækkað á síðasta ári þegar verð á tollkvótum lækkaði. Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda, segir það dapurlegt að ávinningurinn af verðlækkunum skili sér ekki til neytenda.

Innflutningur á kjöti dróst saman á síðasta ári, mest á svínakjöti. Ingvi segir að það sé eðlilegt í ljósi ótæpilegs innflutnings á árinu 2019 og fækkunar ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Hann bendir jafnframt á að með innflutningi á unnum kjötvörum frá Evrópu sé verið að flytja störf við kjötvinnslu úr landi, að  því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert