Endurgera kirkjutröppur á Akureyri

Kirkjutröppurnar á Akureyri.
Kirkjutröppurnar á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Hjá Akureyrarbæ er nú í undirbúningi að endurgera tröppurnar sem liggja frá Kaupvangsstræti upp að Akureyrarkirkju.

Rafmagnshitaþræðir sem liggja undir stéttum eru ónýtir og hefur í vetrarríkinu að undanförnu þurft að handmoka snjó í tröppunum. Í stað þráðanna stendur til að setja snjóbræðslurör með heitu vatni.

„Verkið er rétt á byrjunarreit. Nú þarf að fara í kostnaðarmat, verkhönnun og svo útboð. Óvíst er hvenær hægt er að byrja á framkvæmd,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert