Dýrin þekkja ekki sveitarfélagamörk

Við Langanes strönduðu margir grindhvalir haustið 2019. Kostnaður getur fylgt …
Við Langanes strönduðu margir grindhvalir haustið 2019. Kostnaður getur fylgt björgunaraðgerðum. mbl.is/Líney

Samband íslenskra sveitarfélaga gerir athugasemd við ákvæði um velferð villtra fugla og villtra spendýra í umsögn um frumvarp til laga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Sambandið telur að breyting sem var gerð á 11. grein frumvarpsins frá því drög voru til umsagnar sé ekki til bóta. Það vísar í 7. grein laga um velferð dýra þar sem segir að sá sem stofnar til útgjalda vegna hjálparskyldu eigi rétt á endurgreiðslu á öllum nauðsynlegum kostnaði frá þeim sem ber ábyrgð á kostnaðinum. Í tilfelli villtra fugla og villtra dýra séu það sveitarfélög en ráðuneyti vegna dýra í útrýmingarhættu.

Sambandið telur eðlilegt að ef sveitarfélög eigi að endurgreiða umræddan kostnað komi skylda þeirra til þess skýrar fram í lögunum. Þá segir Sambandið að komin sé sjö ára reynsla á framfylgd hjálparskyldu. Mikil vandkvæði hafi komið í ljós bæði varðandi kostnað og eins sé óskýrt í ýmsum tilvikum á hverjum hjálparskyldan hvílir.

„Ekki þarf að fjölyrða um að dýr þekkja ekki stjórnsýslumörk sveitarfélaga og hafa komið upp tilvik þar sem dýr sem þurfa á hjálp að halda fari milli sveitarfélaga og þá er óljóst hver bera eigi kostnaðinn af slíku,“ segir m.a. í umsögninni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert