Mikill erill í sjúkraflutningum

Það hefur verið mikill erill í sjúkraflutningum undanfarinn sólarhring hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Alls hefur verið farið í 131 flutning, þar af 86 á dagvakt og 45 á næturvaktinni. Að sögn varðstjóra er engin ein skýring á því hversu margir flutningarnir eru. Veikindi af ýmsu tagi og flutningar á milli deilda Landspítalans. 
Útköll á slökkvibíla voru alls sex. Þar á meðal tvö umferðaróhöpp þar sem þurfti að kanna með olíuleka eftir árekstur.
Slökkviliðið biður fólk um að fara varlega í dag en það hefur hlánað mikið og því rétt að athuga hvort niðurföll utandyra séu ekki örugglega opin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert