Ungir sem aldnir renndu sér í skíðabrekkunum

Fjölmargir fóru á gönguskíði á Ísafirði um helgina.
Fjölmargir fóru á gönguskíði á Ísafirði um helgina. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Það voru margir á faraldsfæti um helgina enda vetrarfrí í flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu nú í byrjun vikunnar. Mikil ásókn var í skíðabrekkurnar, uppselt var í Bláfjöllum í gær, en ekki síður norðan heiða.

Á skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki var hermt að færið væri „upp á 10,5“ og svipaða sögu var að segja úr Hlíðarfjalli á Akureyri.

Sem kunnugt er njóta gönguskíði sífellt meiri vinsælda hér á landi og þess sáust merki í Bláfjöllum í gær. Margir renndu sér sömuleiðis á Ísafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert