Samtímis í Sundahöfninni

Brúarfoss og Dettifoss samtímis í Sundahöfn.
Brúarfoss og Dettifoss samtímis í Sundahöfn. Ljósmynd/Eimskip

Síðdegis á þriðjudag gerðist það í fyrsta sinn að nýjustu og stærstu skip íslenska kaupskipaflotans, Brúarfoss og Dettifoss, voru samtímis í Sundahöfn.

Það voru kínverskar skipasmíðastöðvar sem smíðuðu skipin fyrir Eimskip. Þetta eru langstærstu skip íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng og 31 metri á breidd, og mælast 26.169 brúttótonn. Dettifoss kom til landsins í fyrsta skipti í júlí í fyrra og Brúarfoss í nóvember. Heimferðin gekk eins og í sögu hjá báðum skipunum.

Skipin tvö sigla á svokallaðri rauðri leið Eimskips milli Evrópu, Íslands og Grænlands. Grænlenska skipið Tukuma Arctica siglir á sömu leið. Eimskip hóf í fyrra samstarf við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line og þannig tengdist Grænland alþjóðlegu siglingakerfi Eimskips, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert