Jarðskjálfti 3,2 að stærð við Fagradalsfjall

mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti 3,2 að stærð mældist klukkan 8.37 tvo kílómetra austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftahrinan er enn í gangi en frá því um miðnætti hafa um 600 skjálftar mælst á svæðinu. Aðrir skjálftar frá því um miðnætti hafa verið minni.

Alls hafa hátt í 5.000 skjálftar mælst á svæðinu frá því hrinan hófst á miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert