Óheimilt að hjóla á miðri akrein á 50 km götu

Þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á …
Þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á Eiðsgranda þar sem myndin er tekin er því bannað að hjóla á miðri akrein. Ljósmynd/Lögreglan

Ekki er heimilt að hjóla á miðri götu þar sem hámarkshraði er meiri en 30 km/klst. Þetta kemur fram á facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir spurningu vegfaranda þess efnis.

„Samkvæmt umferðarlögum um sérreglur fyrir reiðhjól kemur fram að hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð,“ segir á facebook-síðu lögreglunnar.

Hins vegar er hjólreiðafólki heimilt að hjóla á miðri akrein þar sem leyfður hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klukkustund, gæti það fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða.

mbl.is