Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

mbl.is/Sigurður Bogi

Óvissustig vegna snjóflóða er í gildi í Ólafsfjarðarmúla. Vetrarfærð er í flestum landshlutum en þó mikið til greiðfært á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðausturlandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Nú er farið að hlýna um land allt með rigningu sunnan og vestan til og gætu vot snjóflóð eða krapaflóð fallið samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðasviði Veðurstofu Íslands.

Áður var víða nýsnævi ofan á gömlu harðfenni, einkum í efri hluta fjalla og sums staðar eru vindflekar til staðar. Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga gæti leyst snjóflóð úr læðingi, sér í lagi ef skjálftavirknin færist að Brennisteinsfjöllum.

Eldri snjór er orðinn harður og þéttur og er talinn nokkuð stöðugur. Áfram hlýtt á laugardag og geta vot snjóflóð fallið þá, en bætir víða í snjó á sunnudag og gætu óstöðugir vindflekar myndast segir á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is