Kröftugur jarðskjálfti gekk yfir

Horft að Keili frá höfuðborgarsvæðinu.
Horft að Keili frá höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Hari

Kröftugur jarðskjálfti gekk yfir Reykjanesskaga rétt í þessu. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands var hann um 4,7 að stærð og átti upptök sín um 1,5 km vestur af Keili.  Skjálftinn fannst víða, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 

Þetta er annar jarðskjálftinn sem mælist 4,7 að stærð í dag en sá fyrri varð skömmu eftir miðnætti. 

Kortið sýnir staðsetningu skjálftanna sem Veðurstofan hefur yfirfarið í dag.
Kortið sýnir staðsetningu skjálftanna sem Veðurstofan hefur yfirfarið í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Uppfært kl. 20.03:

Frá miðnætti hafa mælst yfir 1.600 jarðskjálftar á Reykjanesskaga, þar af 33 yfir 3,0 og sjö 4,0 eða stærri, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

M4,7 kl. 00:19 um 2,0 km NA af Fagradalsfjalli

M4,0 kl. 07:54 um 1,5 km NA af Fagradalsfjalli

M4,3 kl. 11:32 um 3 km NA af Fagradalsfjalli

M4,2 kl. 15:39 um 1,5 km VSV af Keili

M4,3 kl. 16:29 um 0,5 km V af Keili

M4,0 kl. 18:43 um 1,0 km SV af Keili

M4,7 kl. 19:01 um 2,0 km SSV af Keili

Virknin er aðallega bundin um tvo km norðaustan við Fagradalsfjall en eftir hádegi færðist virknin lítillega í norðaustur, nær Keili. Auk þess mældust skjálftar við Trölladyngju í nótt og við Grindavík rétt eftir hádegi. Skjálftanir hafa fundist vel á höfuðborgarsvæðinu að Borgarnesi og austur að Hvolsvelli.

mbl.is