Líklegt gos innan nokkurra klukkustunda

Skjálftahrinan hefur færst nær Keili.
Skjálftahrinan hefur færst nær Keili. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að óróapúls sem nú mælist á jarðskjálftamælum við Keili þýði að líklega geti byrjað að gjósa innan nokkurra klukkustunda.

„Þetta kallar á að við virkjum kerfið allt saman og við erum að undirbúa aðgerðir,“ sagði Víðir þegar mbl.is náði tali af honum.

Hann segir að enn sé ekkert staðfest um gos, en allt virðist benda til þess að í það stefni.

Mikið af fólki á vegum Veðurstofunnar og almannavarna er á svæðinu í vettvangsvinnu og segir Víðir að verið sé að koma því í burtu. Hann hvetur almenning til að fara alls ekki á svæðið. „Við þurfum vinnufrið á svæðinu,“ segir hann.

Víðir segir að miðað við viðbragðsáætlun sé líklegt að Keflavíkurvegi verði lokað ef gos hefjist, en að miðað við hvar óróapúlsinn mælist sé ekki líklegt að það verði í langan tíma.

Blaðamannafundur verður haldinn í Katrínartúni síðar í dag að sögn Víðis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert