Hraun gæti runnið kílómetra á sex klukkustundum

Útlínurnar sýna staðsetningu hraunjaðarsins eftir 30 mínútur (rauð lína), 1 …
Útlínurnar sýna staðsetningu hraunjaðarsins eftir 30 mínútur (rauð lína), 1 klukkustund (appelsínugul lína), 3 klukkustundir (fjólublá lína) og 6 klukkustundir (blá lína). Í líkaninu er gert ráð fyrir föstum útstreymishraða upp á 300 rúmmetra á sekúndu. Mynd/Veðurstofan

Veðurstofan hefur notað hraunflæðilíkan til að meta hvert líklegast er að hraun renni frá mismunandi uppkomustöðum eldgoss. Vanalega er líkanið notað til að meta endanlega útbreiðslu hrauns en síðustu daga hefur líkanið verið notað til að fá vísbendingar um hversu hratt hraun gangi fram á fyrstu klukkustundum mögulegs eldgoss.

Þetta kemur fram í færslu á vef Veðurstofunnar þar sem birt er mynd af líkaninu. Þar er sýnt dæmi þar sem gert er ráð fyrir því að magn kviku sem streymi upp um gosop sé stöðugt og það gjósi á um tveggja kílómetra langri sprungu.

Sprungan er staðsett yfir því svæði þar sem kvikugangurinn er staðsettur nú samkvæmt nýjustu gögnum, þ.e. upp af Nátthaga, sem er dalur austan við Borgarfjall.

Út frá þeim forsendum má gera ráð fyrir að syðsti hluti hrauntungunnar sem rennur í átt til sjávar að Hraunsvík, hafi ferðast um tæpan einn kílómetra á fyrstu sex klukkustundunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert