Strengur þolir síður skjálfta

Suðurnesjalína. Línan á að vera ámöstrum við hlið núverandi línu.
Suðurnesjalína. Línan á að vera ámöstrum við hlið núverandi línu. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsnet telur öruggast að halda sig við þá stefnu að leggja loftlínu við hlið núverandi Suðurnesjalínu, til að fá tvöfalda tengingu fyrir Suðurnes. Loftlínur eru taldar þola betur breytingar vegna jarðhræringa en jarðstrengir.

Með því að skoða gögn úr gervitunglum er hægt að sjá tilfærslu á mörgum árum og einnig skammtímabreytingar sem tengjast stórum skjálftum. Í athugun sem Landsnet lét gera má sjá að áhrif umbrotanna nú teygja sig langt út fyrir upptakasvæði jarðskjálftanna á suðurhluta skagans.

Niðurstaða Landsnets er að áfram sé öruggast að leggja loftlínu á þeim stað sem áætlað hefur verið og betra en að leggja línuna sunnar. Þá bendi allt til þess að loftlína sé öruggari en jarðstrengur við þessar aðstæður. Jarðskjálftar hreyfi jörðina og togi hana aðeins til. Loftlínur þoli ákveðna hreyfingu og megi línurnar strekkjast um nokkra sentimetra án þess að straumur rofni. Jarðstrengir þoli mjög litla togáraun eftir að þeir hafi verið lagðir. Sú flutningsaðferð tryggi því síður afhendingaröryggi raforku., að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert