Á milli 80 og 90 í sóttkví

Laugarnesskóli er við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn …
Laugarnesskóli er við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn grunnskóli fyrir börn í 1.-6. bekk. Ljósmynd Reykjavíkurborg

Fjórir af fimm bekkjum í einum árgangi Laugarnesskóla auk nokkurra starfsmanna eru komnir í sóttkví í dag vegna smits hjá kennara við skólann.

Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla, segir að kennarinn hafi greinst í gær með Covid-19 en hann hafi ekki verið við störf í skólanum síðan á þriðjudag, það er fimm dögum áður en hann greinist með smit.

Björn veit ekki hvort kennarinn var í sóttkví þegar hann greindist en talið var öruggast að þeir nemendur sem kennarinn kenndi á þriðjudag færu í sóttkví í dag. Þeir fara síðan væntanlega í skimun í dag og á morgun. Alls er um að ræða í kringum 80 nemendur og fjóra starfsmenn. Smitrakningarteymið taldi ekki nauðsyn á að aðrir starfsmenn eða nemendur færu í sóttkví og skimun þar sem þeir höfðu ekki verið í samskiptum við viðkomandi kennara í langan tíma.  

Vísir greindi fyrstur frá smitinu í Laugarnesskóla í morgun.

Samkvæmt heimildum mbl.is tengist smitið í Laugarnesskóla smitinu í fótboltanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert