Staðnám leyft í skólum eftir páska

Skólabörn. Í grunnskólunum verður hámarksfjöldi nemenda 50.
Skólabörn. Í grunnskólunum verður hámarksfjöldi nemenda 50. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staðnám á að hefjast að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu ráðuneyta heilbrigðis- og mennta- og menningarmála í gær.

Kveðið er á um takmörkun á skólastarfinu í nýrri reglugerð sem gildir frá 1. til 15. apríl þar sem tekið er mið af appelsínugulum lit í litakóða viðvörunarkerfis fyrir skólastarf sem kynnt var að loknu umfangsmiklu samráði við skólasamfélagið fyrr í vetur.

Í grunnskólum verður heimilaður heildarfjöldi starfsmanna 20 manns í hverju rými og mega þeir fara á milli rýma. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 manns og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þá verða grunnskólanemendur undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu en starfsfólk þarf að virða tveggja metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota ella grímu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert