Fjórir með annan vinning

Fjórir hlutu annan vinning í Lottói kvöldsins og fær hver um 111 þúsund krónur. Einn miðanna var keyptur á N1 á Blönduósi en hinir voru í áskrift.

Þá voru sex með fjórar tölur réttar í Jókernum og fá 100 þúsund krónur á mann. Miðarnir voru keyptir í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga, í Hagkaup í Smáralind, Extra í Kaupangi á Akureyri og á lotto.is. Tveir voru í áskrift.

mbl.is