Kraumandi óánægja í Samfylkingunni

Breytt ásýnd á framboðslistum Samfylkingarinnar er dýru verði keypt og fátt sem bendir til þess að hún hafi hreyft við kjósendum enn. Innan flokksins gætir töluverðrar óánægju með það, jafnvel þannig að gamlir flokksbroddar séu við að hrekjast frá flokknum.

Þetta er meðal þess, sem kemur fram í Þjóðmálunum í dag, þætti á Dagmálum, sem er opinn áskrifendum Morgunblaðsins. Þar ræðir Andrés Magnússon við þá Friðjón R. Friðjónsson og Stefán Pálsson, valinkunna stjórnmálaskýrendur frá hægri og vinstri.

Ekki síst telja þeir djúpstæða óánægju með „sænsku leiðina“, meðal flokksmanna og stuðningsfólks Samfylkingarinnar. Henni var beitt var til þess að skipa framboðslista flokksins, en hefur mælst afar misjafnlega fyrir. Stefán telur að afleiðing þessi verði að flokkurinn muni aðeins viðhafa hrein og hefðbundin prófkjör um langa hríð eftir þá reynslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert